Verk eftir munstum annarra - Kaktusarnir

Ég hef ekki bara gert bútasaumsverk eftir myndum. Inn á milli finnst mér gaman að prófa eitthvað nýtt. 

Ég er mjög hrifin af munstrahönnuðinum Lauru Heine og hef keypt tvö bútasaums-kit af henni. 

Fyrra var kaktusa teppið

 

Þessi verk eru unnin með annari tækni en fugla myndirnar. Í stað þess að sauma hvert smáatriði saman þá er grunnurinn saumaður saman af nokkrum bútum, síðan strauja ég límvef aftan á efni, teikna munstrið aftan á efnin og klippi út. Síðan stilli ég upp myndinni í samræmi við munstrið, eða skálda í eyðurnar og strauja efnið svo fast á bakgrunninn. Síðan þarf að ganga frá verkinu eins og öðrum bútasaumsteppum. 

  

Ég gerði svo minni útgáfu með efnum sem ég átti sjálf og gaf systur minni og mági. Það hangir nú heima hjá þeim í Hrísey. 

Back to blog