Rúmteppið okkar

Í einhverri Covid bylgjunni ákvað ég að mig langaði að sauma rúmteppi fyrir okkur hjónin. 

Ég var lengi að leita á netinu að munstri sem ég var ánægð með og fann svo loks drauma munstrið í áströlsku bútasaumsblaði. Ég reyndi svo að ákveða einhverja lita palletu og fann þessa á netinu og fór svo að reikna. Ég gat að sjálfsögðu ekki bara fylgt munstrinu og þurfti að stækka teppið aðeins svo að það passaði á rúmið okkar, en það er svo sem ekki mikil breyting. 

Hér er svo teppið á mismunandi stigum vinnslunar. 

 

Hér er það svo tilbúið og komið á rúmið okkar. 

Í Covid þegar ég var mikið ein heima með stelpurnar þegar skólarnir voru lokaðir eða þær bara annan hvern dag í skólanum var tekið viðtal við mig í fréttunum á RÚV og þá var teppið á rúminu. Mér þótti vænt um það næstu mánuði að sjá því bregða fyrir í fréttunum þegar var verið að fjalla um heimavinnandi foreldra með börnin heima. 

Back to blog