Minningar eru mikilvægar

Okkur hjá Kashima finnst varðveisla minninga mjög mikilvæg. Sama hvort við auðveldum okkur að muna eftir góðum stundum í lífinu með minjagripum frá þeim stöðum sem við ferðumst til, eða sendum vinum og ættingjum tækifæriskort við hins ýmsu tilefni. 

Til að byrja með einbeittum við okkur að tækifæriskortum, þá spurðum við sjálf okkur, af hverju ætti einhver að kaupa tækifæriskort hjá okkur? Af hverju er fólk yfirleitt að senda tækifæriskort? 

Svarið var einfalt. Það er svo mikilvægt að halda í þessa gömlu siði og minna fólkið í kringum okkur á að við munum eftir því. Í nútíma samfélagi þar sem hraðinn er mikill er auðvelt að sleppa því að senda einhverjum afmælis- eða jólakort, senda ekki samúðarkort og svo framvegis. En einmitt út af hraðanum og meira stressi almennt er nauðsynlegt að setjast niður og gefa sér stund til að gleða fólkið okkar á stórum stundum í lífi þeirra. 

Nú þegar við höfum bætta minjagripum við á það sama eiginlega við. Minjagripir, stórir sem smáir, hjálpa okkur að muna góðar stundir. Krakkarnir muna betur ævintýraferðina til Hríseyjar ef þau eiga Karrapúða, púsl með Lóu, frisbídisk með rjúpu eða Hríseyjar YATZY. 

Minningar eru mikilvægar!

Aftur á bloggið