Haustið 2021 bað eldri dóttir mín, Margrét Þóra, um að fá sitt eigið fuglateppi. Hún valdi að sjálfsögðu uppáhaldsfuglinn sinn – lundann.
Þrátt fyrir að verkið sé lítið (25x37 cm) þá kemur mér alltaf á óvart hve miklum smáatriðum hægt er að ná fram með þessari aðferð, jafnvel í svona smáum teppum. Þetta er eitt af mínum uppáhaldsverkum hingað til – en það besta við það er að dóttir mín elskar það!
