Listsköpun og fjölskyldulífið

Þar sem ég er tveggja barna móðir í fullu starfi þá er ekki alltaf góður tími til að sinna listsköpun minni. 

En ég er svo heppin að fjölskyldan mín sýnir mér mikinn skilning og gefur mér gott næði til að sauma þegar ég bið um það. Ég fæ líka að hafa saumaaðstöðu í eldhúsinu, þó það þýði oft mikið drasl þar, en ég næ þá að halda því öllu á sama stað. Það hentar mér nefnilega einstaklega illa að þurfa að ganga frá saumadótinu mínu eftir hvert skipti því þá kikkar ADHD-ið mitt inn og einhverjir aðrir kannast örugglega við "Out of sight - Out of mind", ég hreinlega gleymi bútasaumnum og gleymi að gera það sem mér finnst skemmtilegt ef ég hef hann ekki fyrir augunum.

Hér er stutt kynning á tveimur af minni verkunum mínum sem ég saumaði fyrir dætur mínar.

 

 

Back to blog