Hvað er Kashima Kami JR?
Kashima Kami yngri kortin eru hönnuð af Margréti og Valdísi, dætrum okkar. Hönnuninn er algerlega þeirra við breytum myndunum þeirra ekkert, skönnum þær bara inn til að prenta.
Einstaka sinnum aðstoðar Dröfn Margréti við að breyta myndunum í myndvinnsluforriti, aðallega að skipta um liti eða því um líkt, eftir sókum Margrétar.
Þetta er mynd af fyrsta kortinu sem Margrét hannaði í janúar 2022. Þetta er ennþá söluhæsta kortið okkar.
Þetta er mynd af upprunalegu teikningunni sem Margrét gerði. Þið getið séð að stafirnir á fánunum eru ekki þeir sömu. Þar sem stafirnir sáust ekki nógu vel þegar myndin var skönnur ákváðum við að reyna að redda því án þess að skemma hönnunina. Margrét skrifaði því allt stafrófið niður, við skönnuðum það inn og því eru stafirnir á kortinu í raun skrift Margrétar.
Hér sjáið þið starfrófið sem Margrét skrifaði og við skönnuðum inn þegar við unnum fyrsta kortið. Þannig að þó svo að stafirnir sem hún teiknaði á myndina komust ekki alla leið í hönnunarferlinu þá er það samt hennar skrift á kortinu.
Við lærðum svo margt á þessu ferli og best af öllu er að við höfum tækifæri til að gera eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt saman.