Kashima fjölskyldan

Hver erum við?

English version

Við erum fjölskyldan á bak við Kashima, Dröfn, Sigfús, Margrét og Valdís. 

The Kashima Family.

Við höfum öll gaman af sköpum og elskum t.d. að teikna og lita saman. Við höfum hins vegar aldrei tekið það lengra en það, að teikna saman og hafa gaman. Undanfarin misseri hefur Dröfn hins vegar verið að leyfa sjálfri sér að læra hluti sem hún hefur alltaf haft gaman af. Hún hefur verið dugleg við að sækja stutt námskeið t.d. í teikningu, sköpun, hönnun og fleiru.

Ævintýrið byrjaði allt í ársbyrjun 2022 þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst og Dröfn var að vinna að heiman. Margrét kom alltaf heim í hádeginu beint eftir skólann og hafði ekki mikið að gera. Til að hafa ofan af fyrir henni ákváðum við mæðgur að hún myndi búa til kort og selja. Það gekk ljómandi vel og við höfðum mjög gaman af því að gera þetta saman. Margrét teiknaði fallegar myndir sem Dröfn skannaði inn og vann aðeins áður en við prentuðum þær út og brutum saman. Kortin sem Margrét hannar fá samt að halda sér að mestu leiti og Dröfn vinnur þau aðallega til útprentunar. Þetta litla ævintýri hefur svo undið upp á sig og núna erum við komin með fjölskyldufyrirtæki og hönnum og prentum alls konar tækifæriskort. 

Nafnið KASHIMA hefur margvíslega merkingu fyrir okkur. Sigfús er hálfur Japani og fjölskyldan bjó í tæp tvö ár í Japan meðan við vorum bara þrjú. Dröfn er alin upp í Hrísey í Eyjafirði og við vildum að nafnið myndi tengja okkur öll saman á einhvern hátt.

KA (火) þýðir eldur og SHIMA (島) þýðir eyja, saman þýða orðin eldeyja eða eldfjallaeyja. Japan og Ísland eiga svo margt sameiginlegt þó so að löndin séu líka mjög ólíka á margan hátt. Eitt af því sem löndin eiga sameiginlegt er að vera eldfjallaeyjur. Margt í menningum þessara þjóða er líka líkt, þjóðirnar eru báðar þekktar fyrir háan lífaldur, borða mikinn fisk, heitar laugar og margt fleira. Svo skemmtilega vill til að ættarnafn fjölskyldu Sigfúsar í Japan er einmitt KASHIMA (鹿島), en merkir þá hreindýr.

Merki KASHIMA saman stendur af kanji (japanskt tákn) fyrir eld (火) ofan á eyju. 

KAMI (紙) er japanskt orð fyrir pappír og fannst okkur það passa vel fyrir vörurnar okkar. 

Back to blog