Hríseyjar YATZY

Aðdragandinn

Undanfarna mánuði hef ég verið að dunda mér við að hanna Hríseyjar YATZY. Það er ekki auðvelt að vita hvernig ég fæ slíkar hugmyndir en þær skjóta yfirleitt upp kollinum með reglulegu millibili. 

Yfirleitt hef ég ekki tíma í dagsins önnum að fylgja þeim eftir. En þennan veturinn höfum við ekki haft alla búslóð okkar hjá okkur, eftir að við fluttum út í Hrísey og stöndum enn í framkvæmdum í húsinu sem við keyptum. Ég hef því t.d. ekki getað saumað mikið og hef löngum stundum verið út í Fjarka (nafnið sem við höfum ósjálfrátt farið að kalla nýja húsið okkar, Hólabraut 4) við ýmsar framkvæmdir. En sköpunarkrafturinn þarf að komast einhvern veginn út og ég hef lengi velt fyrir mér þeirri hugmynd að hanna minjagripi með Hrísey í huga.

Ég hef t.d. um nokkura ára skeið selt póstkort með myndum af bútasaumsverkum mínum með fugla myndum. Ég hef líka horft til þess að þegar við fjölskyldan erum á ferðalagi þá hafa stelpurnar okkar mjög gaman að því að kaupa eitthvað tengt þeim stað og mér finnst nú yfirleitt skemmtilegra ef það hefur eitthvað notagildi og getur haft ofan af fyrir þeim á ferðalaginu. Þannig vaknaði þessi hugmynd að Hríseyjar YATZY. 

Hríseyjar YATZY - teningar         

 

Prentvæn útgáfa af leiðbeiningum á íslensku

Hægt er að skanna þennan QR kóða til að fá leikreglurnar á pdf formi:

QR kóði fyrir Hríseyjar YATZY leikreglur
https://qrco.de/bfuSCP

Prentvæn útgáfa af stigablöðum á íslensku


Hægt er að skanna þennan QR kóða til að fá stigablöð til útprentunar á pdf formi: 

QR kóði fyrir stigablöð í Hríseyjar YATZY á pdf formi
https://qrco.de/bfuTFk

Frekari upplýsingar 

Mig langar líka til að fræða fólk um Hrísey í gegnum Yatzy-ið og hér eru hlekkir á áhugaverðar upplýsingar sem tengjast myndunum á teningunum: 
Aftur á bloggið