Ég finn mikinn mun á mér eftir árstíðum, ég veit ekki hvort það tengist einhverfunni eða er bara ég, en haustið er eiginlega uppáhaldstíminn minn.
Þá nýt ég þess að vera úti og taka langa göngutúra, taka mikið af myndum af náttúrunni og bara njóta loftsins. Mér finnst loftið best á haustinn.
Þegar ég bjó í Japan í 2 ár og keypti mér að sjálfsögðu saumavél byrjaði ég á þessu verki.
Það var svo ekki fyrr en einhverjum árum eftir að ég kom heim að ég ákvað að taka það upp aftur og klára það.
Ég byrjaði á að nota rautt efni fyrir berin en fannst það ekki gefa næga dýpt og réttan anda sem ég var að reyna að skapa, því keypti ég þessar kúlur og festi þær á sem ber og ég er mjög ánægð með útkomuna og hengi það yfirleitt upp á haustinn.