Hérna á borðinu eru nokkrir dúkar sem ég hef gert.
Tveir eru dúkarnir eru gerðir eftir að ég fór á námskeið hjá David Owen Hastings á netinu, Mini Mid Mod Quilts.
Við áttum að taka mynd af húsi og í staðinn fyrir að gera bútasaumsteppi með mynd af húsinu þá áttum við að taka mismunandi litla ramma úr myndinni, búa til litla kassa úr því og sauma þá svo saman í dúk.
Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og ég naut alls ferilsins, finna hvaða hús ég vildi vinna með, finna myndir, ákveða hvaða sjónarhorn ég ætlaði að vinna með. Vinna munstrið í Illustrator og prenta það út og svo að lokum að velja efni og sauma það.
Hér eru myndir sem sýna ferilinn þegar ég er að velja sjónarhornið og skalan sem ég ætla að nota af byggingunni.
Þetta eru hlutar af Hríseyjarkirkju og hér er mynd af henni sem ég tók um daginn
Dúkurninn varð síðan svona
Ég hef svo gert nokkra dúka í þessum stíl
Á borðinu er líka dúkur sem ég gerði með klassísku bútasaumsmunstri, "Flying Geese", sem hægt er að gera jólamunstur úr. Ég átti japanskt efni sem ég keypti í einhverri japansferðinni og langaði að gera lítinn jóladúk úr því.
Ég er mjög ánægð með útkomuna og það er gaman að hafa minningar um Japan á borðum í kringum jólahátíðirnar.