
Bifukollur
Fyrsta kortið sem ég hannaði fyrir www.kashima.is voru Bifukollurnar.
Ég elska að fara í göngutúra og taka myndavélaina mína með. Mér finnst sérstaklega gaman að taka myndir af blómum og fuglum. 15. júní sl. sat ég við tölvuna og var að leika mér að breyta myndum af bifukollum sem ég hafði tekið nokkrum dögum fyrr. Síðan birti ég myndirnar á Instagram.

Þetta leyddi til þess að við hjónin fórum að hugsa, af hverju reynum við ekki að selja falleg tækifæriskort? Af hverju ekki að breyta sameiginlegu áhugamáli fjölskyldunnar í viðskiptatækifæri?

Þetta er upprunalega myndin sem ég tók þann 13. júní sl. á kvöldgöngu um hverfið með myndavélina mína.

Ég var búin að taka ansi margar myndir af bifukollum þetta kvöld, en valdi þessi einhverra hluta vegna.
Ég byrjaði með bleikt og blátt, en bætti svo við gulri og grænni útgáfu.
Hver elskar ekki fallega mynd af bifukollu!