Hér myndband þar sem ég kynni eitt verka minna á sýningunni Marglitur mars, sem er á vegum einhverfu samtakana núna um helgina.
Hérna er svo upprunalega myndin sem ég tók.
Þegar ég finn mynd sem mig langar að vinna bútasaumsverk úr þá vinn ég myndina i Illustrator, ég breyti henni í vektor mynd svo að ég geti stækkað hana og fækka litunum til að auðvelda mér að velja liti og efni. Síðan set ég upp grid sem ég nota þegar ég er að gera mosaic bútana sem ég sauma svo saman í heilt verk.
Svo bara byrja ég einhverstaðar, einn kassa í einu.
Þarna sjást efni sem ég lét prenta fyrir mig með myndum úr náttúrunni sem ég tók sjálf.
Hérna sést svo myndin við hliðina á myndinni sem ég prentaði út og notaði til sem munstur.


