Eldri dóttir mín sem greindist með einhverfu á síðasta ári og hefur verið greind með ADHD frá því hún var 7 ára hefur alltaf sýnt saumaskapnum mínum mikinn áhuga.
Í fyrra kom hún til mín og bað um að fá að gera sitt eigið verk. Ég fór yfir með henni að maður byrjar ekki á fuglamynd og við ákváðum saman að hún myndi teikna mynd af dýri sem hún vildi sauma og hún valdi hund. Hún teiknaði sjálf hundinn, valdi efnin í verkið og saumaði það með minni hjálp.
Við erum mjög stoltar að hundinum hennar.